Sæl!
Ég er er ellilífeyrisþegi sem er búin að glíma við erfið og kostnaðarsöm veikindi síðustu mánuði. Nú er svo komið að ellilífeyririnn dugar ekki til að greiða mín mánaðarlegu útgjöld, lyfin og ekki bætti úr að ég þurfti að kaupa mér ný heyrnartæki um daginn. Get ég sótt einhvers staðar um aðstoð við að greiða þetta?
Kveðja
Sæll!
Leiðinlegt að heyra með veikindin þín, ég óska þér alls hins besta í þeirri baráttu. En já þú getur sótt um uppbót á lífeyrir frá Tryggingarstofnun inn á mínum síðum www.tr.is eða haft samband við næsta útibú. Upphæð uppbóta er reiknuð út frá tekjum og kostnaði. Uppbæturnar eru skattfrjálsar en tekjutengdar. Vonandi er þetta eitthvað sem getur hjálpað í þínu tilfelli.
Bestu kveðjur
Sólrún