Þolinmæði, gjafmildi og skemmtilegt líf eru leyndardómarnir á bak við háan aldur Natabys sem lifði til 127 ára aldurs

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Samvæmt frétt á bbc.com var Natabay Tinsiew í Eritrea í Afríku orðinn 127 ára þegar hann dó. Fjölskylda hans segist vona að hann komist í Heimsmetabók Guinnes sem sá einstaklingur sem orðið hafi manna elstur.

„Þolinmæði, gjafmildi og skemmtilegt líf“ eru leyndarmálin á bak við háan aldur Natabys greindi barnabarnið hans BBC frá.

Mr. Nataby dó s.l mánudag friðsælum dauðdaga í þorpinu sínu Azefa þar sem 300 manns búa. Þorpið er í gljúfri í fögrum fjallasal.

Barnabarnið hans sagði að kirkjubækur sýndu að hann hafi fæðst og verið skírður árið 1894. En fjölskylda Mr. Nataby trúir því að í raun og veru hafi hann fæðst 1884 og verið skírður 10 árum síðar þegar prestur kom í þorpið. Á þessum tímum hafi verið fáir prestar og fólk oft þurft að bíða lengi eftir heimsókn þeirra í þorpið.

Faðir Mentay, sem var kaþólskur prestur og þjónaði þorpinu í 7 ár staðfesti að opinber gögn sýndu að Mr. Natabay hafi fæðst 1894. Hann sagðist hafa verið viðstaddur þegar þorpsbúar héldu upp á 120 ára afmælið hans árið 2014.

Mr. Zere saði BBC að nú þegar hefði verið haft samband við Heimsmetabók Guiness til að staðfesta opinber gögn um aldur hans og fjölskyldan biði eftir að heyra frá þeim aftur.

Í opinberum gögnum var frönsk kona Jeanne Calment sem dó 1997 og varð 122 ára gömul elsti eintaklingur sem hafði lifað þar til nú.

Mr. Nataby gifti sig 1934 og dó konan hans 99 ára gömul árið 2019. Nataby var hirðmaður sem átti mikið af nautgripum geitum og býflugnabú. Hann lifði það að sjá fimm kynslóðir alast upp í sinni fjölskyldu.

Barnabarnið sem rætt var við sagði að afi sinn hefði verið einstakur maður sem var góður, umhyggjusamur og duglegur.

Fréttin er lauslega þýdd af www.bbcnews.com

Tengdar greinar