Aldur er bara tala hjá drottningunni

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í frétt á www.mbl.is er fjallað um að Elísabet Englandsdrottning hafi hafnað viðurkenningu sem öldungur ársins enda bara 95 ára.

Elísa­bet II Bret­lands­drottn­ing afþakkaði ný­verið heiður­sverðlaun­um breska tíma­rits­ins Oldie sem öld­ung­ur árs­ins. Drottn­ing­in sendi tíma­rit­inu bréf þar sem hún hafnaði verðlaun­un­um á þeim for­send­um að hún væri ekki í hóp þeirra sem hægt væri að til­nefna. 

Sagði drottn­ing­in að ald­ur væri af­stæður, maður væri bara jafn gam­all og manni líður. Elísa­bet er 95 ára að aldri. Tíma­ritið Oldie var stofnað árið 1992 með eldri les­end­ur í huga. 

Bréf drottn­ing­ar­inn­ar var birt í nóv­em­ber út­gáfu tíma­rits­ins. Bréfið skrifaði Tom Laing-Baker, einka­rit­ari henn­ar. „Henn­ar há­tign tel­ur að maður sé aðeins jafn gam­all og manni líður, þar af leiðandi tel­ur drottn­ing­in sig ekki geta verið til­nefnda til verðlaun­anna og get­ur ekki tekið við þeim. Hún von­ar að þið munið finna verðugan hand­hafa,“ skrifaði Laing-Baker.

Frétt mbl má sjá hér

Tengdar greinar