Í frétt á www.mbl.is er fjallað um að Elísabet Englandsdrottning hafi hafnað viðurkenningu sem öldungur ársins enda bara 95 ára.
Elísabet II Bretlandsdrottning afþakkaði nýverið heiðursverðlaunum breska tímaritsins Oldie sem öldungur ársins. Drottningin sendi tímaritinu bréf þar sem hún hafnaði verðlaununum á þeim forsendum að hún væri ekki í hóp þeirra sem hægt væri að tilnefna.
Sagði drottningin að aldur væri afstæður, maður væri bara jafn gamall og manni líður. Elísabet er 95 ára að aldri. Tímaritið Oldie var stofnað árið 1992 með eldri lesendur í huga.
Bréf drottningarinnar var birt í nóvember útgáfu tímaritsins. Bréfið skrifaði Tom Laing-Baker, einkaritari hennar. „Hennar hátign telur að maður sé aðeins jafn gamall og manni líður, þar af leiðandi telur drottningin sig ekki geta verið tilnefnda til verðlaunanna og getur ekki tekið við þeim. Hún vonar að þið munið finna verðugan handhafa,“ skrifaði Laing-Baker.
Frétt mbl má sjá hér