Hversu mikið D-vítamín á ég að taka ? Svar öldrunarlæknis við fyrirspurn

eftir Guðný Stella Guðnadóttir

Sæl !

Ég er að nálgast efri árin og er orðin mjög meðvituð um að passa upp á heilsuna mína, borða hollt og tek reglulega inn fjölvítamín.  En ég er dáldið óviss í umræðunni um D vítamínið.  Það er alltaf verið að tala um að við á okkar kalda Íslandi þurfum að passa sérstaklega vel upp á að taka það inn.  En hversu mikið ætti ég að taka inn á hverjum degi ? Á ég að taka sama skammt alla daga ársins ?  Má ég sleppa því að taka það inn þegar ég fer í mína árlegu ferð til Kanarí yfir köldustu mánuðina ?

Kv.

Sæl !

Takk fyrir að hafa samband við Aldur er bara tala. Það er frábært að þú hugsir svona vel um heilsuna. Hollt matarræði og hreyfing auka líkurnar á góðri heilsu seinna meir. Ráðlagður dagskammtur skv. landlækni fyrir  10 ára til 70 ára er 15 µg af D vítamíni á dag (sama og 600 einingar) og eldri en 70 ára 20 µg.

Á Íslandi er ráðlagt að taka D vítamín allan ársins hring. Athugaðu hversu mikið magn fjölvítamínið sem þú tekur inniheldur og bættu svo við lýsi eða D vítamíntöflu. Vítaplús fjölvítamín inniheldur t.d. 10 µg. Ein teskeið af þorska lýsi inniheldur 10 µg. Það er allt í lagi þó þó takir aðeins meira en 15 µg á dag þar sem allir gleyma stundum vítamíninu. 
Þú getur óhrædd sleppt því að taka D vítamín þegar þú ert á sólarströnd þar sem húðin þín framleiðir D vítamín í sólarljósi.

Bestu kveðjur

Guðný öldrunarlæknir

Tengdar greinar