Aldur og þunglyndi

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Flestir finna fyrir depurð á einhverjum tímapunkti í Iífinu, það telst eðlilegt enda lífið ekki alltaf slétt og fellt. Ef depurðiin fer hins vegar að verða viðvarandi og hamla daglegu lífi er mikilvægt að staldra við og skoða hvort um þunglyndi geti verið að ræða.  Það er til ýmis ráð og meðferðir til að vinna bug á þunglyndi en það er alltaf betra að ræða málin við einhvern annan og leita sér aðstoðar.

Heimilislæknar geta oft hjálpað sem og prestar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og annað fagfólk. Nánustu vinir og fjölskylda eru einnig oft ómetanleg þegar kemur að því að hlusta og sýna stuðning. Rauðakrossinn er með hjálparsíma 1717 sem er opinn allan sólarhringinn og þangað er hægt að hringja undir nafnleynd eða fara í netspjall á www.raudikrossinn.is

En skyldu vera tengsl á milli aldurs og þunglyndis ?  Við rákumst á athyglisverða grein á www.persona.is eftir Björn Harðarsson sálfræðing sem við birtum hér að neðan:

Aldur og þunglyndi, hvenær er mesta áhættan ?

Það má í raun segja að fólk séu í hættu alla ævina að þróa með sér þunglyndi.  Þetta á sérstaklega við í dag þar sem þunglyndi hefur aukist til muna síðustu áratugi og er spáð jafnvel ennþá meiri aukningu.  Þar af leiðandi er jafnvel frekar að fólk með ákveðna eiginleika sé í meiri hættu eins og þeir sem eru með lágt sjálfstraust og lítinn félagslegan stuðning svo eitthvað sé nefnt.  Hinsvegar er hægt að skoða tölfræði yfir þunglyndi og sjá fólk á ákveðnum aldurskeiðum er líklegra til að vera þunglynt heldur en á öðrum.  Þá skoðum við tölfræði yfir þunglyndi í samhengi eð aldri óháð öðrum þáttum og getum þá jafnvel reynt að geta okkur til um hvað einkennir þessi aldurskeið sem gerir fólk næmari fyrir þunglyndiseinkennum.  Það má þá í raun segja að það séu kannski þrjú aldurskeið sem fólk virðist líklegra til að þróa með sér þunglyndi. 

Það fyrsta er aldurinn milli 13 og 30 ára.  Börn á þessum aldurskeiði eru svo að segja að kíkja inn í fullorðnisárin.  Þau hafa ennþá skyldur sem börn en gerðar eru kröfur til þeirra að hluta sem fullorðna einstaklinga.  Þau eru að glima við hugsanir á borð við “hvað á ég að læra” og “við hvað langar mig að vinna”.  Þau eru að horfa fram á að flytja að heimann og takast á við lífið en ekki bara njóta lífsins sem börn.  Margir eru svartsýnir á hvernig þeim muni vegna við verkefnin í heimi fullorðinna.  Þau hugsa um ástina og hvort einhver muni elska þau.  Þau eru jafnvel að takast á við ástarsorg í fyrsta skipti sem getur oft verið svo endanleg tilfinning.  Þar af leiðandi veldur breytingar á þessum árum streitu og tilfinningarsveiflum og geta þróast út í þunglyndi.   

Næsta aldurskeið sem fólk virðist frekar þróa með sér þunglyndi virðist vera aldurinn frá 45-55 ára.  Á þessum árum er fólk oft að horfa til baka og skoða lífið og tilveruna.  Fólk veltir gjarnan fyrir sér draumum sem það hafði og hafa ekki orðð að veruleika eða þróast á annan hátt en það bjóst við.  Það spyr sig gjarnan spurninga á borð við “er þetta vinnan sem ég vildi vinna við” og “er þetta virkilega konan/maðurinn sem ég vildi eyða ævinni með”, “hef ég yfir höfuð verið að velja mér líf eða hefur lífið bara siglt áfram”.  Þetta er aldur sem börnin eru að fara eða eru farin af heiman og það ýtir óneitanlega undir allar þessar hugsanir og/eða gefur fólki meiri tíma til að hugsa um þessa hluti.  Margir upplifa sig líka ekki eins áhugaverða á vinnumarkaðnum sem sífellt leitar eftir yngra fólk og það getur verið erfitt fyrir vinnusama og duglega einstaklinga.  Þessar breytingar á heimilinu og gagnvart vinnu getur þróast út í þunglyndi hjá mörgum einstaklingum. 

AÐ lokum má nefna fólk sem er 75 ára og eldra.  Fólk á þessum árum hefur oft mest af tíma og upplifir ósjáldan einmanaleika.  Einmanaleikinn er sennilega sú tilfinning sem veldur einna mestu þunglyndi á þessum árum.  Margir hafa líka misst maka sem eykur þennan einmanaleika og fólk kemur minna í heimsókn.  Fólk er á þessum árum að gera upp líf sitt og það getur verið erfitt að tilheyra hópi hinna elstu.  Það eru líka líkamlegir þættir sem hafa áhrif á líðanina á þessum árum.  Margir sem eru komnir á þennan aldur eins og fólk á hinum aldurskeiðunum virðist njóta sín til hins ýtrasta en því miður eru margir í hættu að þróa með sér þunglyndi.

www.persona.is / Björn Harðarson

Tengdar greinar