Ertu að fá greiðslur frá Tryggingastofnun ? Ertu búin/n að uppfæra tekjuáætlunina ?

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Upphæð bóta frá Tryggingastofnun byggir á tekjuáætlun sem greiðsluþegi er sjálfur ábyrgur fyrir að skila réttri og uppfæra eftir atvikum. Það er fátt leiðinlegra en að fá bakreikning og þurfa að fara að greiða tilbaka. Það getur gerst ef upphæð tekna hefur breyst s.s lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur og ekki hefur verið látið vita um það.

Það borgar sig því að hafa tekjuáætlunina rétta og ef breytingar hafa orðið á forsendum varðandi aðrar tekjur innan ársins 2021 og tekjuáætlun hefur breyst benda TR viðskiptavinum sínum á að breyta áætluninni fyrir mánudaginn 22.nóvember n.k. Í frétt á vef TR segir að þá sé hægt í desembergreiðslum að aðlaga greiðslur TR að breyttum forsendum innan ársins 2021.

Hægt er að uppfæra tekjuáætlun inn á mínum síðum á www.tr.is en þá þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Síminn hjá TR er 560 4400 (hægt að hringja milli 11 og 16) og svo eru víða um land starfrækt útibú TR sem leita má til.

Hér má sjá nánari upplýsingar um hvernig útfylla á tekjuáætlun www.tr.is

Hér að neðan er hægt að horfa á ítarlegt myndband sem skýrir hvað meint er með tekjuáætlun og hvaða „aðrar tekjur“ geta haft áhrif á upphæð greiðslna hjá Tryggingastofnun.

Tengdar greinar