Í skemmtilegu viðtali á mbl er rætt við Gísla Valtýsson eldri borgara og ritstjóra í Vestmannaeyjum og ber viðtalið yfirskriftina „Nú getur maður djammað um hábjartan daginn“. Í viðalinu segir Gísli m.a frá því hvað tekur við eftir starfslok og því að afahlutverkið hafi tekið yfir hin daglegu störf. Honum finnist mjög dýrmætt og mikil lífsfylling að umgangast barnabörnin og barnabarnabörnin og sjá þau þroskast og mótast.
Aðspurður um hvernig sé að eldast segir Gísli að það kalli á breytt lífsmynstur að hætta á vinnumarkaði eftir áratuga störf. Sumum finnist eins og það sé alltaf sunnudagur. En lífið haldi áfram en á breyttum forsendum. Barnabörnin verði stærri hluti af tilverunni og hægt sé að sinna ýmsum tómstundum sem áður var ekki tími til. Hann bendir á að eldri borgarar séu ekki einsleitur hópur, heldur ótrúlega litríkur, flottur og orkumikill hópur og margir enn í fullu fjöri og tilbúnir í ný verkefni. Eða eins og einhver sagði „Það er ekki amalegt að vera eldri borgari, nú getur maður djammað yfir hábjartan daginn“. Fólk leggst ekki í kör við það að mæta ekki lengur til vinnu að morgni, síður en svo. Þá er einmitt tíminn til að lifa og njóta, njóta og lifa sagði Gísli að lokum í viðtalinu sem lesa má í heild sinni hér
Gísli er skemmtilegur maður og hér að neðan má sjá áhugaverð sjónarmið hans sem birt hafa verið á www.aldurerbaratala.is :