Frá því í ársbyrjun hafa verkefnastjórar heilsueflingar eldra fólks unnið að því að skoða framboð á hreyfingu fyrir eldra fólk um allt land. ÍSÍ og Landssamband eldri borgara (LEB) hafa sett á laggirnar hreyfiúrræði fyrir eldra fólk sem hefur fengið nafnið „Bjartur lífstíll“. Markmið þess er að innleiða heilsueflingu til framtíðar og auka heilsulæsi hjá fólki 60 ára og eldri á landsvísu.
Fjölmörg góð hreyfiúrræði eru nú þegar til staðar og verður lögð áhersla á að efla núverandi hreyfiúrræði, auka vitundarvakningu og aðstoða sveitarfélög þar sem þörf er á úrbótum. Framtíðaráformin eru að í öllum sveitarfélögum á landinu verði í boði hreyfiúrræði fyrir eldri borgara. Fjárfesting í forvörn skilar sér margfalt.
Við hvetjum þau sveitarfélög sem ekki hafa nú þegar heyrt í verkefnastjórunum þeim Ásgerði Guðmundsdóttur og Margréti Regínu Grétarsdóttur að setja sig í samband við ÍSÍ, bjartlif@gmail.com eða hafa samband við þær á fésbókarsíðu verkefnisins
Á heimasíðu ÍSÍ má lesa meira um verkefnið og um prufuverkefni sem hefur verið í gangi hjá Þrótti í Reykjavík.
Hér að neðan er kynningarmyndband um Bjartan lífstíl