Karlar í skúrum og heilsuefling eldri aldurshópa meðal þess sem Lýðheilsusjóður styrkti

eftir Ritstjórn

Athöfn þar sem úthlutað var úr lýðheilsusjóði var haldin föstudaginn 24. febrúar í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, úthlutaði rúmum 86 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 150 verkefna og rannsókna. Styrkt voru fjölbreytt verkefni um land allt, ætluð öllum aldurshópum.

Meðal þeirra verkefna sem fengu úthlutun voru :

Karlar í skúrum í Hafnarfirði 300.000 kr

Heilsuefling þriðja æviskeiðs hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík 200.000 kr.

Þrótt miklir eldri iðkendur hjá Þrótti 500.000 kr.

Virkni alla ævi hjá Akraneskaupstað, 500.000 kr

Fjölþætt heilsuefling í Fjarðarbyggð hjá Janusi, 700.000 kr

Fræðsla og stuðningur við syrgjendur hjá Sorgarmiðstöð, 900.000 kr

Virk efri ár – Árangursmat hjá Akureyrarbæ, 1.000.000 kr

Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki sjóðsins. Áður höfðu fagráð embættis landlæknis metið allar umsóknir sem bárust. Embætti landlæknis annast daglega umsýslu og reikningshald Lýðheilsusjóðs.

Nánar á www.landlaeknir.is

Tengdar greinar