Þátttaka í þróunarverkefni um þjónustu við eldra fólk í heimahúsi

eftir Ritstjórn

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að sótt verði um til ríkisins að hefja þróunarverkefni í samstarfi við ríkið þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi verði samþætt undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.

Markmiðið sé að eldra fólk fái markvissa og samfellda þjónustu heim.


Ráðið telur mikilvægt að styrkja alla þá þjónustu sem veitt er og gera hana markvissa og samfellda.

Tengdar greinar