3
Halla Tómasdóttir forseti og Björn bóndi blótuðu þorra í liðinni viku og heimsóttu eldri borgara á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þjóðlegur matur og söngur í bland við gleði og glens lyftir sannarlega andanum í myrkinu og óveðrinu segir á fésbókarsiðu Höllu. Elvis Íslands skemmti og fékk Valdimar Víðisson bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Björn eiginmann Höllu til liðs með sér.