Aldur er bara tala sendi þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði fyrir alþingiskosningarnar nokkrar spurningar um öldrunarmál. Svörin verða birt í þeirri röð sem þau berast. Hér svarar Sósíalistaflokkur Íslands sínum spurningum
Hvaða áherslur hafið þið varðandi lífeyrismál eldri borgara ?
Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, hvort sem er vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum, vegna atvinnutekna, eða annars, verði afnumdar strax og að allir landsmenn sem náð hafa 67 ára að aldri fái óskertan ellilífeyri. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt.
Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu í kjarasamningum á almennum og opinberum vinnumarkaði, sem eru í dag um 351.000 á mánuði, og það verði lögfest. Ellilífeyrir verði svo ekki undir opinberu framfærsluviðmiði þegar slíkt viðmið hefur verið lögfest.
Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar, þannig að þeir sem hafa lokið starfsævinni geti tekið út meginþorra, eða jafnvel öll, lífeyrisréttindi sín fyrstu tíu árin, þegar heilsa og þrek til ferðalaga og geta til að sinna áhugamálum, eru með besta móti.
Hvaða áherslur hafið þið varðandi þjónustu við eldri borgara í heimahúsum þegar færnin minnkar ?
Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp þannig að það verði tryggt að við starfslok þurfi viðkomandi ekki að hafa af því áhyggjur að hafa ekki viðunandi húsnæði. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.
Eru þið með áherslur hvað varðar forvarnir- og endurhæfingu fyrir eldri borgara til að halda færni sem lengst ?
Að forvarnir og lýðheilsa verði efld og stuðlað að því að ríkið veiti þá þjónustu.
Að öldruðum sé tryggð þjónusta við hæfi hvort heldur með heimahjúkrun, plássi á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun.
Eruð þið með á stefnuskránni að fjölga hjúkrunarrýmum eða gera einhverjar breytingar hvað hjúkrunarheimili varðar ?
Sjá í ofangreindum svörum.
Hér er tengill á Stefnuyfirlýsingu Meistaradeildar Sósíalistaflokksins sem eru Sósíalistar 55 ára og eldri.