Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að starfshópur um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum hafi hafið vinnu við framtíðarstefnu fyrir öldrunarþjónustuna. Samstarf hefur verið við hagsmunaaðila, en það er á döfinni að heyra í fleiri hagsmunaaðilum.
Ákveðið hefur verið að halda framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum í Eldheimum í byrjun september (verður auglýst nánar síðar). Þar gefst fólki á öllum aldri kostur á að koma fram með skoðanir sínar og ræða um öldrunarþjónustu út frá hinum ýmsu hliðum. Mikilvægt er að sem flestir mæti til að fá fram ólík sjónarmið.
Niðurstöður þingsins verða notaðar sem innlegg í stefnumótunarvinnu um framtíðarstefnu öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum.
www.vestmannaeyjar.is