Áfram Ísland í Kristianstad !

eftir Ritstjórn

Í dag er þriðji leikurinn hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM. Jafnframt er þetta þriðji leikurinn í Kristianstad, sænskum bæ sem um 46.000 manns búa í. Það er langt í frá að vera einhver stórborgarbragur í Kristiansstad, þetta er meira eins og gamalt fallegt sveitaþorp. Það er þó hægt að velja úr nokkrum góðum veitingastöðum þ.e að segja ef þeir eru opnir á þeim tíma sem hentar.

Ekki verður annað sagt en að íslendingar séu áberandi í bænum þessa daga í kringum keppnina og má víða sjá bláklæddan landann. Það eru þó ekki allir stuðningsmenn sem gista í bænum því t.d ferðast nokkrir tugir með rútum eða lest á milli frá Kaupmannahöfn og frá nokkrum stöðum í Svíþjóð. Sumir taka alla leikina, aðrir einn eða tvo og enn aðrir ætla að mæta beint til Gautaborgar.

Áfram Ísland í dag kl. 17 gegn Suður-Kóreu

Tengdar greinar