Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2023. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.
Framkvæmdasjóður aldraðra starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð nr. 468/2014. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til heilbrigðisráðherra um úthlutun úr honum. Vísað er til reglugerðarinnar varðandi upplýsingar um þau verkefni sem heimilt er að veita framlög til, afgreiðslu umsókna og reglur varðandi framlög
Dæmi um úthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2022 :
– Dagdvöl, nýframkvæmd, ný álma undir dagvist fyrir 16 skjólstæðinga í Ölfusi
– Endurbætur á net‐ og fjarskiptabúnaði í dagdvölum Fjallabyggðar og Hornbrekku
– Viðhald/endurbætur á sameiginlegu samkomurými og virkni aðstöðu fyrir íbúa á Hlíð á Akureyri
– Endurnýjun á raflögnum, rafmagnstöflum, töfluskápum og endurbætur á aðalrafmagnsinntaksrými, Hrafnistu Laugarási
– Viðhald/endurbætur á einstaklingsrýmum og sjúkrakallkerfi í Skógarbæ Reykjavík
– Nýframkvæmdir ‐ garðskáli við hjúkrunarheimilið fyrir íbúa, bætt aðstaða á útisvæði á Grund
Nánari upplýsingar á www.stjornarradid.is