Elsti íbúinn 97 ára stökk upp í gröfu og tók fyrstu skóflustunguna

eftir Ritstjórn

Fyrir nokkrum dögum var tekin fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði sem mun hýsa tómstundastarf eldri borgara í Snæfellsbæ. Nýja húsið verður staðsett við Ólafsbraut í Ólafsvík og hefjast framkvæmdir á næstu dögum.

Elsti íbúi bæjarins hann Vigfús K. Vigfússon eða Vivvi í Vík tók fyrstu skóflustunguna og fór létt með að stökkva upp í gröfuna og sjá um verkið. Vigfús verður 98 ára gamall í desember næstkomandi.

Heimildir: fb/Snæfellsbær

Tengdar greinar