Íbúar Frakklands mótmæla á götum og torgum í dag því að ríkisstjórnin ætlar að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. Verkalýðsfélög og andstæðingar stefndu að því að virkja meira en eina milljón mótmælenda í svokallaðri „uppreisn borgaranna“. Mótmælin eru einn af prófsteinum fyrir ríkisstjórn Emmanuel Macron forseta Frakklands. Ríkisstjórnin segir að hún sé staðráðin í að knýja fram kosningaloforð Macrons um umbætur á lífeyriskerfi Frakklands. Verkalýðsfélög og vinstrisinnaðir sem berjast nú á þingi gegn áformum Macrons treysta á að mótmælendur fjölmenni á götur út til að styrkja viðleitni sína í að kveða niður frumvarpið og halda eftirlaunaaldrinum í 62 árum. Samhliða hefur fjöldi verkfalla verið boðaður og er þetta í annað sinn á mánuði sem lífeyrismálin skekja Frakkland.
53