Guðmundur Þórður Guðmundsson er fæddur 23.desember 1960 og er því 62 ára gamall. Hann þjálfar auk íslenska landsliðsins Federicia í Danmörku. Á sínum yngri árum var Gummi liðtækur handboltamaður sjálfur og spilaði m.a með félagsliðinu Víking síðan þjálfaði hann FRAM þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar í karlaflokki.
Fyrsti landsleikur hans sem leikmaður var gegn Belgíu árið 1980. Guðmundur lék alls 230 leiki með landsliðinu og skoraði 356 mörk. Hann hefur bæði þjálfað Viking og Aftureldingu
Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið þrívegis: 2001-2004,2008-2012 og núna frá 2018. Hann var þjálfari íslenska landsliðsins 2008 þegar það vann silfurverðlaun á Ólimpíuleikunum í Peking, þegar það vann brons á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.
Í viðtali við Fréttablaðið lýsti Fjóla Ósland Hermannsdóttir eiginkona Gumma honum á þennan veg :
“Hann er ákveðinn og fylginn sér og mjög nákvæmur í þeim verkum sem hann er að vinna hverju sinni. Guðmundur er með sterka réttlætiskennd og hefur sterkar skoðanir á hlutum. Honum líkar ekki að eitthvað sé gert með hangandi hendi, vill klára verkin í dag ef það er hægt og ekki bíða með það til morguns. Hann vill hafa hlutina eins fullkomna og mögulegt er. Guðmundur er með mikið jafnaðargeð og er léttur og brosmildur alla jafna,“ sagði Fjóla um Guðmund “.
Við eigum því von á miklum metnaði liðsins undir stjórn Gumma næstu vikurnar.
Við höfum svo frétt af því að Guðmundur sé kokkur góður og uni sér vel í náttúrunni hvort sem er á hestbaki eða við stangveiðar. Hann dvelur svo oft í sumarbústað sínum þegar stund er milli stríða.