Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands

eftir Ritstjórn

Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Rannsóknasjóð Öldrunarráðs Íslands er til 30.september. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Á síðasta ári voru tvær úthlutanir úr sjóðnum þar sem styrkt voru verkefnin Snjallhreyfilausnir og Næringarástand íbúa hjúkrunarheimilis á Akureyri um 250.000 kr. hvort.

Fyrra verkefnið stefnir að því að fara í notendaþróun og samvinnu við stofnanir og stofur á Norðurlandi sem gætu nýtt sér kerfið eftir aðgerðir og við endurhæfingu sem og til að auka líkamlega getu eldri einstaklinga. Hitt verkefnið lýtur að því að kanna næringarástand íbúa hjúkrunarheimila hérlendis til að koma inn með íhlutandi aðgerðir til þeirra sem á þurfa að halda.

Við hvetjum þá sem eru með góða hugmynd að rannsókn eða verkefni í öldrunarmálum til að sækja um styrk úr sjóðnum.

Tengdar greinar