Stutt við félagsstarf eldri borgara í Vík

eftir Ritstjórn

Gott að sjá þegar sveitarfélög styðja við bakið á starfsemi félaga eldri borgara. Samstarfssamningur var undirritaður í Vík í Mýrdal í dag milli Mýrdalshrepps og Samherja félags eldri borgara. Samningurinn felur í sér fjárstuðning auk þess sem félagið fær afnot af aðstöðu sveitarfélagsins fyrir ýmis konar félagsstarf og heilsurækt

Undir samninginn skrifuðu Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri og Sveinn Þorsteinsson frá Samherja félagi eldri borgara

Frétt og mynd af fb síðu Einars

Tengdar greinar