Það voru ánægðir þátttakendur sem luku námskeiði í Tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðinni Visku í Vestmannaeyjum í dag. Þátttakendur gerðu sér glaðan dag í lok síðasta tímans ásamt Sindra Ólafssyni sem kenndi námskeiðið.
Markmiðið með námskeiðinu var að þátttakendur þjálfist í rafrænum samskiptum, í að nota tölvupóst og þjónustur á vefsíðum, fái þjálfun í að nota rafræna þjónustu og skilríki s.s. Heilsuveru og heimabanka. Kennt er á hvernig á að bóka viðburði s.s. leikhús, flug og gistingu. Einnig var kennsla á samfélagsmiðla og efnisveitur.
Lögð var áhersla á persónumiðaða verklega kennslu og var ekki annað að sjá en allir væru ánægðir með árangurinn.
Myndir og heimild : Viska -eyjar á fb
https://www.facebook.com/profile.php?id=100089309325079