68
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra kynnti verkefnið „Gott að eldast“ fyrir starfsfélögum sínum í ráðuneytinu í dag. „Gott að eldast“ er risastórt verkefni sem snýst um að samþætta félags-og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og gera fólki kleift að búa lengur heima. Skv. fésbókarsíðu Guðmundar Inga eru í dag um 6.000 manns sem eru 85 ára og eldri en eftir 30 ár verða 22.000 manns í þeim hópi. Það er því til mikils að vinna fyrir hvert og eitt okkar en líka samfélagið í heild að bæta þjónustu við eldra fólk.
Berglind Magnúsdóttir verkefnisstjóri kynnti verkefnið með Guðmundi Inga sem mætti í vinnuna í dag í ansi litskrúðugum galla því eins og hann sagði „það má vera gaman“.