10 góð ráð sem láta þig líta út fyrir að vera 10 árum yngri

eftir Ritstjórn

Fólk sem heldur sér ungu í anda getur raunverulega hægt á öldrunarferlinu.  Við viljum svo að sjálfsögðu líka líta út eins og okkur líður og þar spila fötin stórt hlutverk. Það er ekki alltaf auðvelt að finna út hver stíllinn ætti að vera þegar horft er á nýjustu tísku í búðunum.

En hér koma nokkur ráð um hvað er gott að hafa í huga þegar farið er til að versla föt og þú vilt líta unglega út:

1. Ekki velja stórgert mynstur

Leitin að mynstri getur verið snúin. Amk er gott að hafa í huga að ef mynstrið er allt of stórt muntu líta út fyrir að vera stærri um þig en þú ert og það gerir þig “ellilegri”. Smágert mynstur eða einfalt og einlitt er grennandi og lætur þig líta unglegar út.

2. Vertu í þröngum buxum

Losaðu þig við buxur sem eru skrítnar í laginu og hólkvíðar, fáðu þér frekar þröngar gallabuxur.  Þær eru alltaf töff og auðvelt að para saman við alls konar toppa.  Þröngar buxur láta þig líta út fyrir að vera grennri og yngri

3. Veldu flíkur með sniði

“Oversized” föt gætu hljómað góð hugmynd sérstaklega þegar þú vilt fela miðjusvæðið og magann. En það getur virkað akkúrat öfugt og látið þig líta út fyrir að vera mun þykkari en þú ert. Styttri jakkar sem enda á miðjum mjöðmum og leggja áherslu á mittið láta línunar þínar líta mun betur út og að því sögðu unglegri líka.

4. Leggðu áherslu á mittið

Þegar við eldumst virðist stundum vera sem brjóst og mitti renni saman. En með því að leggja áherslu á mittið hvenær sem mögulegt er, ertu komin með lykilinn að því að líta unglegar út. Veldu flott föt með belti.

5. Vandaðu valið á sólgleraugum

Rétt valin sólgleraugu geta gert mikið fyrir útlitið. Til dæmis geta kisuaugalöguð gleraugu komið vel út þegar aldur færist yfir.

6. Veldu einfalda skartgripi

Eldri kynslóðir eru oft aðdáendur stórra og mikillra skartgripa meðan yngra fólkið vill oft frekar mínímalíska skartgripi.  Hér er minna betra en meira.

7. Sparaðu við þig svarta litinn

Það getur verið svo einfalt að velja bara svart því það passar einhvern veginn við öll tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar við eldumst verðum við fölari á hörund svo svart getur myndað of skarpar andstæður, sérstaklega svart við háls/andlit. Það getur veitt hrukkunum meiri eftirtekt og ýtt undir að baugarnir undir augunum sjáist. Veldu liti.

8. Notaðu rétta stærð af brjóstahaldara

Að vera í óhentugri stærð af brjóstahaldara er ekki bara óþægilegt, það getur líka bætt 10 árum við útlitið þitt.  Brjóstahaldarinn hefur áhrif á hvernig fötin liggja á þér svo vandaðu valið. 

9. Ekki fela hálsinn

Þú reynir kannski að fela hálsinn með hárinu þegar hann fer að sýna öldrunarmerki en með því að opna hálslínuna og taka hárið frá ertu meira aðlaðandi og unglegri. Prófaðu að vera í blússu með V hálsmáli og með mjóum kraga

10. Ekki klæðast of stuttum buxum

Buxur sem eru of stuttar eiga til að láta fæturnar sýnast styttri og beina athyglinni mögulega um of á kálfana.  Í staðinn ættirðu að láta buxurnar ná niður á grennsta hluta fótanna.

(lauslega þýtt af www.brightside.me)

Tengdar greinar