10 hlutir sem þú ættir að hætta að gera ef þú vilt öðlast langlífi

eftir Ritstjórn

Það eru þó nokkrir hlutir sem þú getur gert til að hægja á líkamsklukkunni og auka líkur á langlífi sama á hvaða aldri þú ert í dag.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að það er í raun aldrei of seint að byrja á heilbrigðum lífstíl.

En hvað þurfum við hætta að gera í nafni þess að lifa lengur

Hættu að borða unnar matvörur !

Ein af stóru breytingunum á mataræði síðustu áratuga í mörgum löndum er aukið hlutfall unnar matvöru. Meira salt,meiri sykur og minni trefjar er þar forskriftin.  Niðurstöðurnar af því eru því miður aukin tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýstingur, krabbamein og sykursýki.

Til dæmis mælir alþjóða heilbrigðisstofnunin með því að innbyrða ekki meira en 2300 mg af natríum á dag og minna fyrir eldri borgara og þá sem eru með ákveðin heilsufarsvandamál eins og háþrýsting. 

Í rannsókn á yfir 7000 bandaríkjamönnum kom í ljós að meðaltalið var 3300 mg af natríum á dag.  Mest af saltinu kom frá mat frá veitingastöðum og tilbúnum matvörum, eins og bakarísmat, unninni kjötvöru og súpum.

Gerðu líkamanum því greiða og borðaðu hreina fæðu sem oftast þar á meðal fæðu sem inniheldur trefjar og annað sem þú útbýrð sjálfur heima. Ef þú hefur ekki mikinn tíma í eldhúsinu, eldaðu þá stóra skammta og settu í frystir eða ísskáp. Splæstu frekar í tilbúin fersk salöt og grænmeti og tékkaðu á salt og sykurmagninu í vörunni.

Hættu að reykja !

Ef þú reykir þá veistu væntanlega hversu erfitt það er að hætta því. En hér eru upplýsingar sem gætu hjálpað þér að hætta: Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir að tóbak veldur hvað mest af ótímabærum dauðsföllum. Það að hætta notkun þess er því það skynsamlegasta sem þú gerir til að auka langlífi. Sumir staðhæfa að reykingar geti stytt líf þitt um heilan áratug

Líkami þinn mun fyrirgefa þér á ótrúlega stuttum tíma fyrir reykingarnar, blóðþrýstingurinn og blóðrásin mun lagast mikið fljótlega eftir að þú hættir og áhættan á krabbameini mun minnka með hverju árinu á eftir að þú hættir.

Hafðu í huga að fjölskyldan þín líður einnig fyrir reykingarnar þínar og þú munt líta mun unglegar út þegar þú hættir.

Hættu að sitja alltaf kyrr !

Mynd: @ingi.photo

Ef þér finnst þú ekki hafa tíma er ágætt að hafa í huga að þú þarft ekki að ná endilega þessum 30 mínútum á dag sem alltaf er talað um í lágmarkshreyfingu til að lengja lífið

Ein rannsókn sem gerð var 2011 sýndi fram á að 15 mínútur af æfingum á miðlungsákefð á hverjum degi gæti gefið þér þrjú auka ár. Niðurstöðurnar áttu líka við um þá sem glíma við heilbrigðisvanda eins og blóðþrýstings og offituvanda.

Rösk ganga er eitt af því sem telst til miðlungs ákefðar. Þú gætir þurft að hafa hafa smá fyrir því að koma þessu inn í rútínuna þína en þegar horft er á möguleg þrjú ár til viðbótar við lífið ætti það að vera smámál.

Hættu að halda í gremjuna !

Reiði og pirringur eru tilfinningar sem erfitt getur verið að losa um sérstaklega ef þú ert búin að réttlæta pirringinn fyrir þér. Það er gott að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það sé þess virði að halda í gremjuna ?

Streita og streituhormónin fara upp þegar þú finnur fyrir reiði og pirring.  Það hefur svo neikvæð áhrif á hjartað, efnaskiptin og ónæmiskerfið.

Hættu að halda aftur af þér !

Mynd: Canva

Félagsleg samskipti eru mikilvæg og góð leið til að lifa lengur.  Aðallega því góð samskipti hálpa þér að hafa stjórn á streitunni og styrkja ónæmiskerfið. Góð sambönd hjálpa þér að halda í styrkleikana þína meðan slæm sambönd halda þér við neikvæðnina og auka áhættuna á þunglyndi og jafnvel hjartaáföllum.

Það getur verið erfitt að halda sambandi við fólk ef þér líður illa eða ert buinn að missa einhvern náinn þér, eða býrð í langri fjarlægð frá fjölskyldu eða vinum. 

Það eru til leiðir til að tengjast nýju fólki jafnvel þó þú búir á nýjum stað. Það er meira að segja hægt að tengjast fólki í gegnum netið, í bókaklúbbum osfrv.

Hættu að trúa því að bara stóru breytingarnar skipti máli

Stórar, róttækar breytingar á lífstíl geta virst hvetjandi til eftirbreytni, en eru ekki endilega vænlegastar til árangurs.

Prófaðu að gera litla breytingu í einu, eins og t.d að fara 10 mínútum fyrr á fætur á morgnana til að undirbúa heilsusamlegan hádegisverð fyrir vinnuna í staðinn fyrir einhverjar risastórar breytingar. Þetta á við um líkamsræktina líka, stuttur tími í æfingar á hverjum degi getur breytt miklu fyrir heilsuna þína.

Litlu hlutirnir geta flogið fram hjá þér en bætt miklum ávinningi við lífsgæði þín án þess að valda þér streitu. Stöðugleiki yfir langt tímabil er mikilvægari en skammtíma stórir sigrar. Það er því um að gera að finna hjá sér hvatningu til að taka lítil skref í heilbrigðar átt.

Hættu að láta óttann ná tökum á þér og hefta heilbrigði !

Mynd: shutterstock

Af öllum þeim persóneiginleikum sem skipta máli og geta hjálpað þér að öðlast langlífi er samviskusemi einn af mikilvægustu þáttunum. Samviskusamt fólk er líklegra til að stunda heilbrigðara líferni eins og að borða hollt, stunda líkamsrækt og fylgja fyrirmælum lækna ásamt því að forðast t.d reykingar og að keyra of hratt.

Ekki rugla samt því saman að vera samviskusamur eða duglegur við það að vera taugaveiklaður varðandi heilsuna þína, taugaveiklun sem gæti tengst kvíða, reiði og þunglyndi. Til dæmis gæti taugaveiklaður einstaklingur haft áhyggjur af því að hann sé með krabbamein og óttast svo mikið það versta að hann þorir ekki til læknis. Samviskusamur einstaklingur gæti samt haft áhyggjur en farið og leitað lausna hjá sínum læknir.

Hættu að svíkja þig um nætursvefn !

Mynd: Canva

Hversu mikinn svefn þú færð getur haft áhrif á langlífi og ekki bara út af því að syfjaður ökumaður er líklegri til að lenda í bílslysi. Í rannsóknum hefur komið fram að það að sofa of lítið (minna en sex klukkustundi) eða of mikið (meira en 9 klukkustundir) eykur áhættuna á ótímabæru andláti. Einnig hefur verið rætt um gæði svefns því góður nætursvefn hjálpar þér við að draga úr streitu, þunglyndi og minnkar áhættuna á hjartatengdum vandamálum.

Góð ráð eru til dæmis að hafa dimmt í svefnherberginu, rólegt umhverfi og hafa hitastigið svalt. Hugleiðsla getur einnig hjálpað til við góðan nætursvefn og hægt er að spila slökunartónlist til að sofna betur.

Ef þú átt ennþá erfitt með að sofna eftir þessi ráð, talaðu þá við læknirinn þinn og biddu hann um ráð.

Hættu þessu stressi !

Á sama hátt og reiðin getur stress tekið sinn toll af heilsunni þinni og í raun stytt lífið. Með því að draga úr stressi geturðu bætt heilsuna til langtíma og gæði lífsins í leiðinni.

Blogg eða skrif í dagbók , hugleiðsla og slökunartækni eru góðar hugmyndir til að draga úr streitunni. Aðeins örfáar mínútur á dag í hugleiðslu, jafnvel við skrifborðið geta gefið heilanum þá pásu sem hann þarf frá streitunni.

Hættu að horfa bara á genin !

Það að eiga foreldra, ömmur og afa eða aðra fjölskyldumeðlimi sem lifðu lengi er ekki endilega að gefa forspárgildi um hversu lengi þú lifir, svo ekki treysta um of á fjölskyldusöguna.  Tvíburarannsóknir hafa sýnt fram á að genin segja aðeins til um langlífi að einum þriðja hluta.

Þetta eru því góðar fréttir fyrir okkur sem erum ekki með líkurnar á langlífi í genunum. Umhverfisþættir og lífstíll, mataræði, hreyfing, streita, regluleg læknisskoðun og jafnvel félagsleg tengsl hafa mikið að segja um hversu lengi þú lifir. Af hverju að einblína á erfðirnar sem þú getur ekki stjórnað þegar þú getur einblínt á aðra þætti sem þurfa frekar á athygli þinni að halda til að stuðla að langlífi ?

Lauslega þýtt af www.verywellhealth.com

Tengdar greinar