Allir upplifa einhver streitueinkenni á lífsins leið. Það er bara staðreynd sem ekki er hægt að flýja. En þar sem við getum ekki útrýmt streitu er mikilvægt að finna leiðir til að stjórna henni og draga úr neikvæðum áhrifum hennar á heilsuna, sér í lagi á heilastarfsemina.
Sérfræðingar hafa greint okkur frá því að mikil streita getur haft neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar, á skalanum frá höfuðverk og svefnleysi upp í reiðiköst, lyfja-og áfengismisnotkun og félagslega einangrun Streita getur einnig hækkað blóðþrýstinginn sem getur leitt til hjarta-og æðasjúkdóma og skertrar heilastarfsemi.
Mikil streita getur einnig haft áhrif á aldursbundna vitræna hnignun. Rannsóknir hafa sýnt fram á að streita yfir langt tímabil, getur leitt til skertar vitrænnar getu og aukið líkurnar á heilabilun.
Meira segja streita til skamms tíma getur vandamálum sem varða vitræna þáttinn. Jafnvel minniháttar daglegir streituvaldar geta haft áhrif á athygli og fleiri þætti. Með öðrum orðum, það er ekki gott ef þú ert svo stressaður yfir verkefni dagsins að þú nærð ekki einbeita þér að því að vinna það.
Svo það er klárt að það er best að draga úr streitu eins og frekast er unnt. En hvað eru bestu leiðirnar til þess ?
Sofðu nægjanlega mikið
Það er alveg magnað hvað lífið getur batnað mikið ef við náum 7-8 klukkustunda svefni á hverri nóttu. Fyrsta skrefið er að skipuleggja hvenær þú ferð að sofa á kvöldin og á hvaða tíma þú ferð á fætur og hafa þetta svipað frá degi til dags. Annað ráð er að hafa rúmið þægilegt, nóg af góðum koddum svo þú getir komið þér vel fyrir og hafa svefnherbergið myrkvað og þægilegt. Ekki er æskilegt að hafa sjónvarp í svefnherberginu.
Lærðu að slaka á
Maður getur verið haldinn streitu án þess að átta sig á því sjálfur þó aðrir í kringum mann geri það. Ein leið til að draga úr steitunni og pirringnum er að læra slökunartækni. Það geta verið einföld ráð eins og til dæmis að taka frá tíma hvern dag til að hlusta á tónlist eða að sitja í þögn og æfa djúpöndun. Eða þú getur lært og bætt jógaiðkun inn í líf þitt.
Segðu bless við ósiðina
Í tímans rás höfum við öll þróað með okkur ósiði sem erfitt getur reynst að hætta. Það eru þeir sem allir vita hverjir eru t.d reykingar eða of mikil áfengisneysla. En aðrir ósiðir eru til dæmis að borða of mikið af óhollum mat eða drykkjum, drekka of mikið kaffi osfrv. Á þeim tímapunkti sem þeir eru framkvæmdir getur það litið út eins og við séum að minnka streituna en raunverulega er það ekki raunin. Besta gjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér er að láta af ósiðunum þínum.
Ekki loka á tilfinningarnar
Ef streitan þín orsakast af einhverju sem einhver sagði við þig eða gerði, taktu strax stjórnina í þínar hendur. Gamalt ráð fyrir hjón var að fara aldrei að sofa ósáttur, það á ennþá við og á líka við um vinskap og annan félagsskap. Bara það að tala um hlutina minnkar streitu og fær þig til að líða betur.
Lærðu að segja nei
Það veldur mörgum mikillri steitu að geta ekki sagt nei þegar við á. En það er ekki hægt að uppfylla allar þær kröfur og væntingar sem einhverjir aðrir hafa á þig og þitt líf. Á einhverjum tímapunkti þarf maður bara að geta sagt „nei“. Það gæti hjálpað að æfa staðfestu á þann veg að hugsa um hversu sjálfsagt þér finnst að aðrir standi með sjálfum sér.
Fækkaðu steituvöldunum
Það gæti lika verið sniðugt að vinna í því að koma auga á þá þætti sem orsakað geta streitu. Taka síðan næsta skref og lágmarka þá þætti eða taka alveg út. Stundum þyrmir yfir fólk þegar það hugsar um allt sem þarf að gera á hverjum degi. Besta leiðin til að eiga við það er að æfa sig í að skipuleggja sig betur, gera áætlun og gefa sér ákveðinn tíma til að ljúka hverju verkefni fyrir sig.
Æfingar og þjálfun
Það kann að virðast mótsagnarkennt en það að taka æfingu og reyna á líkamann getur dregið úr streitu. Regluleg hreyfing losar um spennu í líkamanum og þar af leiðandi minnkar streitan. Líkamsrækt getur einnig gert það að verkum að þú sefur betur og borðar hollari fæðu.
Það er reyndar aldrei þannig að þú getir alla streitu í lífinu hverfa fyrir bí. En þú getur svo sannarlega prófað og æft eitthvað af þessum sjö ráðum hér að ofan til að koma ná tökum á streitunni og lágmarka hana
Lauslega þýtt af bettaraging.coma