Jafnvel þó sumarið sé tíminn sem í huga margra er tíminn sem allir eiga að slaka og njóta er ekki endilega að allir nái því. Oft setjum við á okkur allt of mikla pressu um að eiga að framkvæma alls konar hluti sem einhverjir aðrir eru að gera. Fara í fjallgöngu, ferðast um landið, fara til útlanda, prófa nýstárlegar grilluppskriftir, eiga samverustund með allri fjölskyldunni og vinunum, fara í sumarbústað osfrv. En þá er gott að huga að því að við þurfum ekki að keppast við eitt né neitt, við þurfum fyrst og fremst að halda okkur sjálfum í jafnvægi og velja svo vel það sem okkar hjarta stendur til að gera, óháð hvaða pressu við erum að upplifa úr samfélaginu. Okkar eigið jafnvægi og yfirvegun hefur svo tilhneigingu til að smita út frá sér svo öllum sem við umgöngumst líður líka betur.
Ef streitan er að hlaupa með þig í gönur eru hér nokkur góð ráð til að draga úr henni og öðlast jafnvægi á sál og líkama.
Hugleiðsla eða bæn – Sestu og andaðu djúpt í eina eða tvær mínútur. Sjáðu síðan fyrir þér bjart ljós og ímyndaðu þér að allt það góða komi til þín og streymi í gegnum líkamann og inn í hverja frumu þína á meðan þú heldur áfram í djúpri öndun. Gerðu þetta í að minnsta kosti 10 mínútur. Í lokin biðurðu fyrir ást og frið til allra í þínu lífi
Gakktu úti í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Að vera úti í náttúrunni hjálpar til við heilbrigði og losar um neikvæðar hugsanir og spennu. Ferskt loft er gott fyrir líkama og sál
Borðaðu næringarríkan mat – Mataræði er mikilvægt þegar dregið er úr streitu. Bættu við meira af grænmeti, ávöxtum og hollu snarli og notaðu minna af sykri og kjöti. Mikið magn sykurs og kolvetna getur aukið streitustig þitt.
Taktu þér hlé frá fréttunum og samfélagsmiðlum. Prófaðu að taka hlé í einn dag og farðu út og skoðaðu gróðurinn og blómin eða sestu á bekk og fylgstu með mannlífinu.
Skrifaðu niður þau atriði sem næra þig og þína líðan, næst þegar þú upplifir depurð eða streitu taktu þá eitt af þessum atriðum og framkvæmdu