Hvað á að vera í matinn getur verið spurning sem margir eru orðnir þreyttir á og oft getur verið erfitt að ákveða. Aðrir eru mjög vanafastir eða finnst gaman að því að finna og prófa eitthvað nýtt. Flestir fara þó yfirleitt sömu leiðina í gegnum matvörubúðina og tína það sama ofan í innkaupakerruna eins og í leiðslu.
Ef fæðuvalið er frekar einsleitt og lítið um fjölbreytileika getur verið gott að skoða það og sjá hvort ekki sé hægt að auka fjölbreytnina.
Við fáum mismunandi næringarefni úr mismunandi mat og þess vegna er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu reglulega yfir daginn.
Á efri árum er mikilvægt að leggja áherslu á próteinrík matvæli. Einnig að velja mat sem gefur okkur vítamín, steinefni og trefjar og þá er gott að velja mat sem er næringarríkur frá náttúrunnar hendi. Smekkur okkar er misjafn og þá þarf að taka tillit til þess hvað veitir okkur gleði og ánægju og okkur þykir bragðgott.
Það getur verið margt sem hefur áhrif á það hvað við setjum í innkaupakerruna, m.a.:
- Verð
- Útlit, bragð og lykt
- Líðan – Verslum oft meira unninn mat og sætindi þegar við erum stressuð eða líður illa
- Útstillingar í matvörubúðum – Meiri freistingar
- Félagslegir þættir – t.d. vani, hefðir, gestagangur
- Hollusta
- Gera matseðil og innkaupalista út frá honum
- Fara yfir það sem er til heima áður en farið er út í búð
- Ekki fara svöng eða stressuð út í búð
- Velja góðan tíma sem hentar t.d. þegar það er minna að gera – minna stress
- Velja ferskar afurðir
Velja liti
- Velja liti frá náttúrunnar hendi, ávextir og grænmeti í mismunandi litum gefa okkur mismunandi næringarefni – Borða fjölbreytt
- Velja ferskt eða frosið – frosið grænmeti og ávextir eru alveg jafn næringarríkir og ferskir
- Nota sem meðlæti, millimál, ofan á brauð o.fl.
- Ferskt/steikja/sjóða/baka/grilla/gufusjóða
Próteingjafi – Fiskur, kjöt, egg, baunir, linsur og mjólkurvörur
- Gott er að kaupa fisk og kjöt ferskt eða frosið og sem minnst unnið
- Fiskur a.m.k. 2x/viku – Feitur og magur fiskur
- Nota egg – ofan á brauð, steikt, soðin o.fl.
- Nota lax, síld, sardínur, túnfisk ofan á brauð
- Harðfiskur sem snarl
- Nota baunir eða linsur í pottrétti
- Hummus á brauð eða með grænmeti
Fitugjafar
- Jurtaolíur út á salöt eða til steikingar
- Viðbit
- Möndlur og hnetur eru frábær leið til að bæta góðri fitu í mataræðið
Matvörur sem bera skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna.
- Hollari fita
- Minni sykur
- Minna salt
- Meira af trefjum og heilkorni
Brauð og kornvörur
Gott að velja brauð með a.m.k. 6g trefjum í 100g. Gott að nota skráargatið til að velja brauð. Velja heilkornavörur og grófari kornvörur.
Mjólkurvörur
- Velja oftar hreinar mjólkurvörur, þ.e. án viðbætts sykurs og sætuefna
- Hægt að nota jurtamjólk (t.d. Sojamjólk, haframjólk, möndlumjólk) – En ath að velja kalkbætta jurtamjólk
- Hægt að nota laktósafríar mjólkurvörur ef mjólkuróþol
Drykkir
Vatn er besti svaladrykkurinn. Velja oftar hreinar mjólkurvörur, þ.e. án viðbætts sykurs og sætuefna
- Kaffi og te – forðast eftir kl. 14 vegna áhrifa koffíns á svefn
- Forðast ávaxtasafa, frekar að borða ávextina heila
- Gosdrykkir – Forðast bæði sykurdrykki og sætuefna drykki
- Til hátíðarbrigða
- Bragðbætt sódavatn getur verið betri kostur
Tilbúnir réttir
Til er mikið af næringarríkum og góðum tilbúnum réttum
- Gott að hafa í huga að þeir innihaldi próteingjafa (kjöt/fisk/egg/baunir)
- Velja frekar rétti sem eru með minna af mikið unnum matvörum
- Getur verið mjög þægileg leið til þess að fá heita máltíð