Hugsaðu þér að þú sért með töflu fyrir framan þig. Það er frábærasta lyf í heimi. Þessi eina tafla getur minnkað verulega áhættu á fjölda alvarlegra sjúkdóma. Hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, heilablóðfall, þunglyndi og margar tegundir eru aðeins nokkur dæmi. En ekki er allt upp talið.
Þér líður betur, þú verður kraftmeiri, sefur betur og einbeitingin eykst. Ónæmiskerfið styrkist. Þar á ofan lifir þú lengur. Mörgum árum lengur. Þú verður líffræðilega yngri. Hjartað styrkist. Heilinn starfar betur og minnið skerpist. Það myndast meira að segja nýjar frumur í heilanum.
Svona tafla er til – og kallast hreyfing ! Nánar tiltekið er aðeins um að ræða hálftíma röska göngu daglega. Þú þarft ekki að stefna á maraþon. Og þú þarft ekki einu sinni að ganga. Það sem máli skiptir er að þú hreyfir þig daglega þannig að það samsvari hálftíma göngu.
Þú veist að hreyfing og þjálfun er mikilvæg en líklega veistu ekki hversu mikilvæg. Áhrifin sem hreyfing hefur á líkama okkar hefur óendanlega miklu víðtækari áhrif en þau að halda þyngdinni í skefjum eða komast í betra form. Allur líkaminn, heilinn og genin verða fyrir áhrifum af hreyfingu.
Heimild: Allra meina bót Hansen A og Sundberg C.J. Reykjavík, Vaka Helgafell 2016