Dívan Joan Collins 88 ára fagnar 70 ára sviðsafmælinu sínu um þessar mundir

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Þeir sem horfðu á Dynasty sápuóperurnar kannast allir við Joan Collins leikkonu en hún lék í Dynasty í 10 ár. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á stóra sviðinu, leikið í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og verið dýrkuð og dáð af umheiminum. Collins er einnig metsölurithöfundur, hefur skrifað 18 bækur og hefur nýlega gefið út dagbókarfærslur sínar frá árunum 1989-2006.

Joan Collins fæddist í London 23.maí 1933. Hún er því 88 ára í dag og lítur glæsilega út. Hún segist hafa fæðst með hamingju og orku í genunum. Joan Collins segist ekki hafa fengið neitt á silfurfati, hún hafi unnið fyrir öllu sínu og verið dugleg. Hún segist þakka fyrir á hverjum morgni hversu heppin hún sé, hún sé heilsuhraust og í góðu formi enda reyni hún að hugsa vel um sig. Í viðtölum hefur hún sagt að hún passi upp á svefninn sinn, passi að troða sig ekki út af mat en leyfi sér samt ýmislegt. Hún hugsar vel um húðina með rakakremum og sólarvörn. Joan Collins segir líka að henni líði ekki eins og aldurinn segi til um (Aldur er bara tala) heldur líði henni eins og hún sé miklu yngri.

Fimm eiginmenn

Nýleg mynd af Collins og Gibson af www.hellomagazine.is

Joan Collins er nú í sambúð með fimmta eiginmanni sínum Percy Gibson framleiðanda en hann er 56 ára. Hann er því rúmlega 30 árum yngri en Collins en þau segjast vera hamingjusamlega gift. Þegar Collins var spurð að því hvað hún ætlaði að gera í þessum aldursmuni sagði hún „Ef hann deyr, þá bara deyr hann“, svo það var ekki á henni að heyra að hún hefði neinar áhyggjur af sér í þessu sambandi. Hún á þrjú börn með sitthvorum manninum og eru þau Katie 49 ára, Tara 57 ára og Alexander 55 ára.

Vantar partýstemninguna í dag

Joan Collins var spurð nýlega í viðtali við Guardian hvort hún sæi eftir gullnu árunum í Hollywood og sagðist hún sakna glamúrsins í samkvæmunum. Sú menning myndi ekki tíðkast lengur. Núna hafa þeir bara rauða teppið segir hún og það er allt bara plat. Allir klæða sig upp í lánsföt og skartgripi, stilla sér upp fyrir Instagram og fara síðan heim. Það vantar alveg partýstemninguna og ef hún er þá er hún a.m.k mjög leynileg.

Joan Collins segist í dag sjálf kannski fá sér vínglas með mat og stundum martini en ekki drekka áfengi af neinu viti. Reyndar segir hún að enginn sem hún þekki drekki lengur. Það sé deyjandi list !

Umfjöllun byggð á viðtölum við Joan Collins á UK’s OK! Magazine, www.theguardians.com, www.joancollins.com, Hello magazine

Tengdar greinar