Drottningin rúntar á Jagúar

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Erlendir fréttamiðlar kepptust í dag við að segja frá því að náðst hafi mynd af Elísabetu Englandsdrottningu í fyrsta sinn eftir sjúkrahúsdvöl hennar fyrir stuttu. Myndin var ekki af verri endanum en þar má sjá hina 95 ára gömlu drottningu keyra Jagúar-bifreið sinni nálægt Windsor kastala. Hún var með sólgleraugu og slæðu á höfðinu. Drottningin mun hafa fágaðan smekk fyrir bílum en í safni hennar eru líka Bentley og Range Rover.

Elísabet hafði áður afboðað sig á loftslagsráðstefnuna sem nú stendur yfir í Glasgow vegna veikinda. En samkvæmt læknisráði þurfti hún að taka því rólega i amk tvær vikur. Aldur er bara tala fagnar því að drottningin virðist nú vera á batavegi.

Tengdar greinar