Skv heimsmetabók Guinnes er franska nunnan Sister André (fædd sem Lucile Randon) opinberlega elsta mannvera í heimi. Lucile sem tók upp nafnið Sister André 1944 er skráð sem næstelsti Evrópubúinn sem uppi hefur verið. Hún er fædd 11. febrúar 1904.
Hún var kennari á sínum yngri árum en eftir seinni heimsstyrjöldina var hún í 28 ár að vinna með munaðarlausum börnum og öldruðum á sjúkrastofnun áður en hún hún gerðist kaþólsk nunna.
Sister André hefur gengið í gegnum margt á sinni löngu ævi og meðal annars komist í gegnum kórónuveiruna og er því elsta manneskjan sem hefur jafnað sig af henni. Það er líka magnað að hún upplifði einnig Spænsku veikina 1918. Hún hefur nú síðustu 12 árin dvalið á hjúkrunarheimili, er í hjólastól í dag og nær heyrnarlaus en elskar að halda huganum virkum.
Hún elskar sælgæti, sérstaklega súkkulaði og fær sér glas af víni á hverjum degi. Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu segir að þetta glas af víni á dag haldi henni gangandi og sé mögulega hennar lykill af langlífi, en hún segist þó ekki hvetja aðra til að gera það sama.
Spurning hvort það sé tilviljun að elsta manneskja sem hefur verið skráð í sögubækurnar Jeanne Louse Calment var líka frönsk og elskaði líka súkkulaði