Áfengisneysla eldri borgara er vaxandi vandamál og á innlagnartölum á Vogi má sjá tæpa tvöföldun í dagdrykkju 61 árs og eldri sem leita sér aðstoðar á 10 ára tímabili. Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ bendir á það í Fréttablaðinu í dag að fólk á vinnumarkaðsaldri njóti ákveðins aðhalds af vinnunni, fólk þurfi að halda sér í lagi, vakna á morgnana og mæta í sæmilegu ástandi til vinnu en við starfslok geti skapast hætta hjá þeim sem áttu í vanda með áfengi en náðu að stramma sig af vinnunnar vegna.
Í greininni segir að verst sé þegar fólk drekkur ofan í lyfin sín því lyf og áfengi séu mjög slæmur kokteill. Anna Hildur segir að það sé þó hálfgert tabú að ræða þesi mál. Ein ástæðan sé þessi rosalega áfengisdýrkun í samfélaginu sem stundum virðist gegnsósa af áfengi.
Alla greinina má lesa á vef Fréttablaðsins hér