Lifrin er stærsti kirtill mannslíkamans og vegur í hverjum meðalmanni u.þ.b 1,4 kíló. Lifrin gegnir fjöldamörgum hlutverkum og mörg þeirra tengjast efnaskiptum.
Lifrin er nokkurs konar afeitrunarstöð líkamans og sér um að fjarlægja hættuleg efni úr blóðinu eins og lyf, áfengi, eiturefni sem og óæskileg efni sem við setjum á og í líkamann okkar
Ef lifrin starfar ekki rétt geta eiturefni sem lifrin á annars að hreinsa hlaðist upp og farið út í líkamann og valdið þar einkennum sem við viljum ekki sjá. Einkennin geta m.a verið minnkuð matarlyst, óeðlileg þreyta, gul augu, vandamál í húð s.s kláði og útbrot ofl.
Í þessu stutta myndbandi hér að neðan segir hún Elfa okkur frá sínum aðferðum til lifrarhreinsunar sem hún vill meina að sé hinn eilífi æskubrunnur. Þetta eru nokkur einföld ráð sem vert er að prófa.
Elfa Þorsteinsdóttir er heilsufrömuður sem leggur áherslu á að leiðbeina fólki við að finna heildrænt jafnvægi hugar, líkama og sálar með einföldum daglegum venjum. Elfa er Bowen-, reiki- og EFT þerapisti sem hefur áralanga reynslu í námskeiðahaldi fyrir fólk á öllum aldri.