Jólamyndir virkja oft jákvæðar tilfinningar hjá okkur. Þær fara með okkur til gömlu góðu daganna með myndum, sögum og tónlist sem örva tilfinningaþrungnar minningar frá barnæsku. Jólamyndir minna okkur á tíma í lífi okkar þar sem lífið var einfalt, skemmtilegt og gleðilegt. Við sjáum oft gömlu dagana í bjartara ljósi en þeir mögulega voru. Sumir sjá minningar í rósrauðum bjarma vegna þess að neikvæðar tilfinningar fortíðarinnar dofna hraðar en jákvæðar. Eftir því sem tíminn líður verða góðu hlutirnir betri, það fennir yfir þá slæmu og við þráum þessa góðu hluti og góðu daga.
Jólamyndir kalla fram sálræna þrá eftir því að finnast við vera elskuð, vernduð og örugg. Jólamyndir fanga þessa öryggistilfinningu með því að fara með okkur í ferðalag inn í heim barnslegs einfaldleika og sakleysis, þar sem fjölskyldur eru umvefjandi og skemmtilegar, þar sem vinir og félagar eru glaðir og þar sem við finnum fyrir faðmlagi, öryggi og þar sem loforð um töfra og óskir eru enn uppfylltar undir trénu.
Dæmi um vinsælar og sígildar jólamyndir eru Home Alone, Love actually, Jólaósk Önnu Bellu, The Holiday, Elf, jólamyndir með Mikka mús og margar fleiri