Margir halda að eftir sextugt hægi lífið á sér – en sannleikurinn er sá að þetta er bara nýr kafli með óteljandi tækifærum. Þú hefur meiri tíma fyrir þig og þá sem standa þér næst, streitan ætti að vera minni og þú ert með aukna reynslu og þroska til að njóta lífsins á þinn hátt.
1. Fáðu þér nýtt áhugamál
Hefurðu alltaf viljað hella þér út í golfið, læra að spila á hljóðfæri, mála myndir eða fara á námskeið eða í nám. Nú er tíminn til að láta á þetta reyna. Nám og nýjar áskoranir halda huganum ferskum og lífið verður meira spennandi
2. Ferðastu um heiminn
Hvort sem það er að skoða faldar perlur á Íslandi eða fara í draumaferð til útlanda, þá eru ferðalög frábær leið til að njóta lífsins og safna dýrmætum minningum með sínu besta fólki
3. Hreyfðu þig og finndu gleðina
Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og vellíðan. Það þarf ekki að vera erfið líkamsrækt – göngutúrar, sund, tækjasalur eða jóga geta gert kraftaverk.
4. Gefðu þér tíma með þeim sem skipta máli
Fjölskylda, vinir og ný kynni auðga lífið. Notaðu tímann til að styrkja tengslin og skapa ómetanlegar minningar með þeim sem þú elskar. Hverjir skipta mestu máli í þínu lífi ? Forgangsraðaðu tengslunum.
5. Vertu forvitin/n og opin/n fyrir nýjum ævintýrum
Lífið allt er reyndar ævintýri, sama á hvaða aldri þú ert. Prófaðu nýja hluti, brjóttu upp rútínuna og njóttu hvers dags til fulls.
Sextugt er svo bara byrjunin – njóttu þess