Takmörkun kyrrsetu – Ráðleggingar Landlæknisembættis um hreyfingu

eftir Ritstjórn

Í hverri viku ættu fullorðnir og eldra fólk að:

  • Hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur. 
    Hér er átt við loftháða hreyfingu af miðlungs ákefð sem eykur hjartslátt og öndun.

EÐA

  • Hreyfa sig kröftuglega í minnst 75-150 mínútur
    Hér er átt við loftháða hreyfingu af mikilli ákefð sem kallar fram mæði og svita.

EÐA

  • Stunda blöndu af sambærilegu magni af rösklegri til kröftugri hreyfingu. Almennt má miða við að 2 mínútur af rösklegri hreyfingu jafngildi 1 mínútu af kröftugri hreyfingu.

Minnst 2 daga vikunnar ætti hreyfingin að vera styrkþjálfun sem virkjar alla stærstu vöðvahópa líkamans. Eldra fólk ætti að stunda hreyfingu sem bætir jafnvægi og eflir hreyfigetu.

Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsuna að skipta út tíma sem varið er í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð.

www.landlaeknir.is

Tengdar greinar