Verkefni í heilsueflingu aldraðra á landsvísu

eftir Ritstjórn

Í frétt á vef Landssamtaka eldri borgara er sagt frá verkefni sem með fjármagni frá félagsmálaráðuneytinu er ætlað að efla heilsueflingu hjá eldri borgurum. Forsagan var sú að starfshópur sem skipaður var af heilbrigðisráðherra skilaði inn skýrslu í byrjun árs 2021 um tillögur að verkefnum sem hefðu það að markmiði að gera öldruðum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og hægt væri.

Verkefnastjórar skoða leiðir til að stuðla að heilsueflingu aldraðra og gera gott betra

Mynd: www.leb.is

Í kjölfarið réðu Landssamband eldri borgara og Íþrótta- og ólympíusamband íslands til sín sinn hvorn starfsmanninn, sem starfa sem verkefnastjórnar heilsueflingar aldraðra með aðsetur hjá ÍSÍ. Þetta eru þær Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari og Margrét Regína Grétarsdóttir íþróttafræðingur sem sjá má á meðfylgjandi mynd .

Starf þessara verkefnastjóra er að skoða hvers konar hreyfing er í boði á landsvísu, hverjar eru áherslurnar á hverjum stað fyrir sig og hvort og hvernig megi gera gott enn betra.

Áhersla á námskeið, fræðslu og faglegan stuðning til þeirra sem koma að heilsueflingu

Meginmarkmiðið verkefnisins er að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi aldraðra m.t.t. hreyfingar, næringar og annarra þátta sem skipta sköpum fyrir heilsu og líðan. Lögð verður áhersla á námskeið, fræðslu og annan faglegan stuðning til þjálfara og leiðbeinenda eftir því sem við á, og annarra sem koma að heilsueflingu aldraðra. Áhersla verður lögð á samstarf hlutaðeigandi aðila á hverjum stað, s.s. félög eldri borgara, íþróttafélög, heilsugæsluna og líkamsræktarstöðvar.

Aukin lífsgæði er markmiðið

Markmiðið er að auka lífsgæði aldraðra með betri líkamlegri og andlegri heilsu. Með þessu er ætlunin að skapa enn betri umgjörð fyrir þennan aldurshóp, fjölga tækifærum til hreyfingar og koma hreyfingu með fjölbreyttum hætti inn í daglegt líf þeirra.

Fréttina og nánari upplýsingar má lesa á vef landsambands eldri borgara hér

Tengdar greinar