Hjólakeppnin „Road world for seniors“

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Á nokkrum hjúkrunarheimilum m.a á Hlíð á Akureyri hefur verið tekin upp sú tækni að hægt er að „hjóla“ út um allan heim. Þá er hjólað á þrekhjólum fyrir framan sjónvarpsskjá þar sem kastað er upp eins konar sýndarveruleika. Hægt er að velja úr fjölda landa til að hjóla í og er árlega efnt til alþjóðlegrar hjólakeppni. Í ár lentu þátttakendur frá hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri í 2 sæti.

Mynd: south-london press

Í ár tóku 200 lið þátt í hjólakeppninni „Road world for seniors“ í ár, eða alls 5000 þátttakendur frá 11 löndum. Í frétt á heimasíðu hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri kemur fram að þetta sé í 4.skiptið sem Hlíð tekur þátt og besti árangurinn hingað til.

Í liði Hlíðar voru rúmlega 60 þátttakendur og voru alls hjólaðir 11.945 km. Liðið var sérlega sterkt í ár og margir sem hjóluðu langt og áttu þau nokkra keppendur sem náðu inn á topp 30 listann yfir þá sem hjóluðu lengst í keppninni, 5 karla og 5 konur. Þau hjóluðu öll yfir 400 km.

Á Hlíð hjólaði Torfi Leósson lengst eða 1.200 km, Snjólaug Jóhannsdóttir næst lengst eða 1.080 km og Aðalheiður Einarsdóttir þriðja lengst, 965 km. Þess má geta að Aðalheiður er 97 ára gömul og er með þeim spretthörðustu í keppninni.

Það var lið frá Kanada sem sigraði og hjólaði rúmlega 14.000 km og lið frá Noregi var í 3. sæti með um 8.700 km hjólaða

Aldur er bara tala óskar heimilismönnum á Hlíð innilega til hamingju með glæsilegan árangur í keppninni

Tengdar greinar