Það er stundum sagt að hlátur lengi lífið en líka að hlátur sé besta meðalið við mörgu af því sem á bjátar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hlátur minnkar stresshormón í líkamanum og styrkir ónæmiskerfið. Hlátur er góður fyrir “heilaheilsu” og má setja á listann með því sem bætt getur virkni heilans.
Til er sérstök tegund af jóga sem kallað er hláturjóga en það var þróað af indverskum læknir Dr. Madan Kataria. Í hláturjóga er hlegið í hóp og það án þess að sagðir séu brandarar. Til að ná fram hlátrinum eru notaðar ákveðnar æfingar og með því að mynda augnsamband verður hláturinn fljótt eðlilegur. Sýnt hefur verið fram á að jákvæð áhrif hláturs á líkamann eru þau sömu hvort sem hlegið er af ytri ástæðu eða bara hreinlega tekin ávörðun um að byrja að hlægja.
Aldur er bara tala mælir því með því að fara inn í helgina með húmorinn að vopni og leitast við að finna skoplegar hliðar á tilverunni eða taka bara ákvörðun um að byrja að hlægja og sjá hvert það leiðir þig
Ómar Ragnarsson söng eitt árið um að hláturinn lengi lífið og má hlusta á það hér