Ýmis konar snjallúr og skrefamælar hafa verið að ryðja sér til rúma í heiminum undafarin misseri. En þá eru skrefin talin og vegalengdin sem gengin er mæld.
En fólk spyr oft “Hversu mörg skref ætti ég að ganga á dag” ?
Mikil umræða hefur verið í kringum þá hugmynd að meðalmaðurinn ætti að ná 10.000 skrefum á hverjum degi. Þetta er hins vegar ekki vísindaleg uppgötvun heldur meira sett upp sem góð markaðssetning. Á sjöunda áratugnum var vinsæl markaðsherferð í Japan sem gekk út á að skrefamæla og hefur sú hugmynd breiðst úr. Nú miða flest bandarísk líkamsræktartæki sem gera allt frá því að telja hitaeiningar í það að telja skref við þessa tölu. Þetta er þá sjálfkjörin stilling á mörgum af þessum tækjum.
Því velta margir fyrir sér hvað það sé við töluna 10.000 skref, er það bara því að 10.000 er góð tala ? Ættu allir að ganga 10.000 skref á dag ?
Hvað ætti skrefafjöldinn nákvæmlega að vera ?
Í rannsókn frá árinu 2019 sem sagt var frá í tímaritinu JAMA Internal medicine var sérstaklega beint sjónum að eldri konum. Rannsóknin náði til 17.000 þátttakenda þar sem meðalaldurinn var 72 ára og voru skrefamælar notaðir til að fylgja konunum eftir í daglegri rútínu.
Niðurstaðan var að það þyrfti “aðeins” 4000 skref á dag til að bæta heilsuna og auka líkurnar á langlífi. Þær sem gengu að meðaltali 4400 skref á dag voru í 40 % minni áhættu fyrir heilsubrest á næstu mánuðum og árum en þær sem gengu að meðaltali 2700 skref á dag.
Niðurstöðurnar sýndu einnig fram á að ávinningur þess að taka t.d fleiri en 7500 skref daglega var ekki mikill
Fyrir yngra fólk geta 10.000 skref mögulega verið of lítið. Í ráðleggingum fyrir yngra fólk sem þarf að missa þyngd eða viðhalda ætti skrefafjöldinn mögulega að fara upp í 15.000 á dag. Hjá eldra fólki er þetta ekki raunin og frekar óraunhæft.
Í rannsókn sem gefin var út í International Journal of Behavioral Nutrition and Physical Activity var sagt að skrefafjöldi væri venjulega á milli 2000-9000 skref á dag fyrir venjulegan eldri einstakling. Þessi rannsókn reyndi að komast að því hvort að meiri áköf þjálfun væri betri fyrir eldri einstaklinga en svaraði ekki hvaða þjálfun væri best.
Að lokum fundu rannsakendur út að það að auka gönguhraðann í 100 skref á mínútu í 30 mínútur á hverjum degi myndi hafa mjög góð áhrif á heilsuna og auðvitað bæta líka við 3000 skrefum yfir daginn.
En af hverju ættirðu að ganga meira ?
Regluleg hreyfing er mikilvæg á öllum tímapunktum í lífinu en sérstaklega þegar þú eldist. Göngur eru þjálfun á lágu álagi og eitthvað sem heilbrigt eldra fólk getur gert reglulega án sérstaks búnaðar.
Heilsusamleg áhrif þess að ganga reglulega eru:
- Minni líkur á hjartasjúkdómum
- Lægri blóðþrýstingur
- Lækkun á glúkósa í blóði
- Viðheldur liðleika
- Styrkir bein
- Lægri blóðfita
Ef þú tilheyrir eldri aldurshópum og vilt bæta heilsuna með því að byrja að ganga er mælt með því að byrja rólega og setja sér raunhæf markmið. Þú gætir til dæmis byrjað á því að taka 10 mínútna göngu í einu nokkrum sinnum á dag þangað til þú treystir þér til að fara í göngu með félögunum eða treystir þér til að fara að kanna svæði nálægt heimilinu þínu.
Lauslega þýtt af www.betteraging.com