Lofthiti eykst mjög lítið næstu þrjátíu ár svo verulega næstu þrjátíu ár þar á eftir og svo fer að kólna segir Páll Bergþórsson 98 ára

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í betri stofunni í þættinum Lífið er lag á Hringbraut þann 9. nóvember s.l var viðtal við Pál Bergþórsson veðurfræðing og fyrrverandi veðurfréttastjóra en Páll er 98 ára. Páll hefur sett fram veðurspá fyrir næstu 100 árin sem hann greindi frá í þættinum, hann hefur velt fyrir sér hvernig loftslagið verði í framtíðinni. Hann hefur verið að skoða þetta síðustu 5-6 árin og segist vera kominn að niðurstöðu núna. Hann byggir á veðurfari síðustu 100 árin til að framlengja spánna fyrir næstu 100 árin.

Hann segir að á jörðunni sé merkilega almennur sveiflugangur, þannig að það hlýnaði í 35 ár og kólnaði þess á milli síðan í 35 ár. Þegar þetta er athugað aftur í tímann stendur það nokkurn veginn heima að þetta hefur gerst allt frá landnámsöld og sennilega lengur.  Hann segir veðurfræðinga ekki hafa velt mikið fyrir sér þessum sveiflugangi.  Hann segir að um  hvert brot úr  gráðu hafi hækkun og lækkun mikil áhrif á veðráttuna. Það hlýnar smátt og smátt og það er í samræmi við mannfjöldann á Íslandi.  

Hann segir að lofthitinn fylgi sama línuriti og er fyrir mannfjöldann og fyrir koltvísýringinn.           Alþjóða veðurstofan      telur sig hafa komist að því að það sé mannfjölgunin sem hefur valdið þessum einstaka hita, þessari hlýnun sem hefur orðið. Þegar Páll ber saman hitann eins og hann hefur hagað sér til nútímans er hann í línulegri fylgni við mannfjöldann.  Þannig fær hann samanburðinn og  línurit sem hann framlengir síðan í 100 ár. 

Páll segir lofthitann eiga eftir að aukast lítið eitt næstu þrjátíu árin og svo verulega mikið næstu þrjátíu til þrjátíu og fimm árin þar á eftir. Og svo fari að kólna aftur því þá fari mannfjöldinn að standa í stað. En samkvæmt mannfjöldaspám alþjóða veðurstofunnar verður mannfjöldinn þá kominn í 11 milljarða en aukist ekki mikið eftir það.

Allan þáttinn má sjá hér Lífið er lag

Tengdar greinar