Mick Jagger söngvari í Rolling Stones og goðsögn rokksins er í ótrúlegu formi miðað við aldur og fyrri störf, eða skyldum við segja líferni. Hann er ennþá að og var á þriðjudagskvöldið að ljúka tónleikaferð um Bandaríkin með hljómsveit sinni Rolling Stones.
Tónleikaröðin „No Filter 2021“ fékk frábæra dóma eða eins og einn aðdáandinn hún Karen Ohearn sagði sem var á tónleikunum í Detroit fyrr í mánuðinum “Þið voruð frábærir ! Einir af allra bestu tónleikum sem ég hef farið á. Rolling Stones eru besta rokkband allra tíma og ég var í sjöunda himni alla tónleikana”.
Svo þeir eru hvergi nærri hættir að heilla aðdáendur sína og á tónleikunum í Austin gifti par sig, segir það ýmislegt um hversu mikil goð Rolling Stones eru í augum margra. Ferill Rolling Stones spannar tæplega 60 ára sögu en hljómsveitin var stofnuð í London 1962.
Hvern hefði grunað að Mick Jagger æfði ballet ?
Mick Jagger æfir í þrjá tíma á dag 5-6 daga vikunnar. Jagger elskar spark-box, hjólreiðar og hleypur allt upp í 12 km á dag ef sá gállinn er á honum. Hann stundar svo jóga og ballet til að æfa jafnvægi og þrek. Eins og þetta sé ekki nóg heldur iðkar Jagger líka hugleiðslu til að halda betri einbeitingu og hugarró.
Jagger undirgekkst hjartaaðgerð fyrrihluta árs 2019 en var ótrúlega fljótur að ná sér á strik á ný og hefur gott form hjálpað honum mikið í því.
Mynd: fb Rolling Stones Mynd : fb Rolling Stones / J.Bouquet
Ekkert sukkfæði hjá rokkaranum
Mataræði Jaggers líkist frekar mataræði hjá atvinnumanni í íþróttum en rokkstjörnu. Hann velur lífrænt fæði eftir fremsta megni og fylgir mataræði sem fyrrverandi konan hans kom honum upp á. Mataræði hans saman stendur af þeytingum í morgunmat, fisk, kjúkling, grænmeti og ávöxtum . Hann fær svo kolvetnin úr heilhveitipasta, grjónum og baunum. Hann tekur síðan vítamín og bætiefni eins og þorskalýsi, ginseng og gingkgo biloba til að viðhalda þreki og halda huganum virkum. Hann hefur dregið mjög úr áfengisneyslu sinni en drekkur þó einstaka sinnum bjór og þá helst Guiness bjór (1)
Þetta hefur greinilega skilað honum þessu frábæra formi sem hann er í. Á eftirfarandi myndskeiði má sjá hann nú á þriðjudagskvöldið 23.nóvember á tónleikum í Florida :
Einkalíf söngvarans
Mick Jagger á 8 börn á aldrinum 5 til 50 ára. Elst er Karis fædd 1970 hún er dóttir Mörshu Hunt leikkonu. Karis á tvö börn með eiginmanni sínum. Karis átti stuttan leikaraferil. Næst í röðinni er Jade fædd 1971, móðir hennar er Bianca Jagger fyrrverandi eiginkona Micks Jaggers. Jade á þrjú börn og- er skartgripahönnuður.
Synir Jaggers og barnabarn Georgia May og Lucas Dæturnar
Með Jerry Hall fyrirsætu sem var maki Jaggers í yfir tuttugu ár, átti hann fjögur börn. Dótturina Lizzy 1984 sem hefur líkt og móðirin átt glæstan feril sem fyrirsæta. Sonurinn James Jagger fæddist 1985 og hefur hann fetað í fótspor föður síns og verið söngvari og gítarspilari í pönk-rokksveitinni Turbogeist. Georgia May súpermódel fæddist árið 1992. Hún hefur m.a verið forsíðufyrirsæta í Vogue, Elle og Harpers Bazaar og situr í dag fyrir hjá gallabuxnafyrirtækinu Wrangler. Með Jerry Hall á Jagger líka Gabríel sem fæddist 1987 en hefur haldið sig að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðla.
Sjöundi i röðinni er svo Lucas en móðir hans er fyrrverandi kærasta Jaggers, Luciana. Samband Jaggers og Luciönu var framhjáhaldsamband og varði í um 8 mánuði eða þar til Jerry Hall eiginkona hans komst að sambandinu og skildi við hann. Lucas er eins og systur hans að reyna fyrir sér í módelbransanum.
Yngstur og áttundi í röðinni er svo Deveraux Octavian Basil Jagger fæddur 8.desember 2016. Octavian þýðir „fæddur áttunda“ á latínu. Drenginn á Jagger með Melanie Hamrick balletdansara og núverandi unnustu, en það var hún sem kenndi Jagger ballettinn.
Við sýnum hér að lokum myndband af því þegar Rolling Stones tók lagið Miss You í Austin í Texas í tónleikaferðinni núna 20.nóvember :