Í bændablaðinu í dag (www.bbl.is) er viðtal við Lilju Margréti Olsen héraðsdómslögmann. Hún segir að þekking fólks á erfðamálum mætti vera meiri og að allir eigi að gera erfðaskrá. Hún vill meina að þeir sem telji hana óþarfa séu á villigötum. Mjög mikilvægt sé að allar upplýsingar um þessi mál liggi fyrir í fjölskyldunni svo ekkert komi aðstandendum á óvart eftir andlát.
Lilja Margrét bendir á að það að missa nákominn aðila sé áfall og að mörgu að hyggja þegar andlát beri að garði. Erfðaskrá sé til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og orku frá aðstandendum á erfiðum tímum.
Allt viðtalið við Lilju má lesa hér