Nöfn þeirra sem skipa verkefnastjórn í endurskoðun á þjónustu við eldra fólk

eftir Ritstjórn

Þann 21.júní s.l var undirrituð viljayfirlýsing í ráðuneytinu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hafa skipað verkefnastjórn sem hefur það hlutverk að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila og forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem lögð verði fram á Alþingi vorið 2023

Í frétt á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að í nefndinni séu eftirfarandi einstaklingar :

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir er formaður verkefnastjórnarinnar. Aðrir meðlimir eru :

  • Birna Sigurðardóttir fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, án tilnefningar.
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, án tilnefningar.
  • Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, án tilnefningar
  • Guðmundur Axel Hansen tilnefndur af fjármálaráðuneytinu.
  • Marta Guðrún Skúladóttir tilnefnd af fjármálaráðuneytinu.
  • Kjartan Már Kjartansson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Sigrún Ingvarsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Helgi Pétursson tilnefndur af Landssambandi eldri borgara.

Tengdar greinar