Aldur er bara tala sendir lesendum sínum hugheilar nýárskveðjur með kærri þökk fyrir samfylgdina á árinu 2021. Vonandi verður nýja árið 2022 ykkur öllum farsælt og hamingjuríkt. Heimsbyggðin hefur glímt við styrjöld og takmarkanir síðustu tvö árin sem ekki eiga sér fordæmi. Vitanlega hefur það reynst mörgum þungt í skauti, valdið einmanaleika, kvíða, veikindum og breyttri stöðu að einhverju eða öllu leyti. En alltaf má í öllum aðstæðum leita og finna það sem er jákvætt og vel hefur gengið og þakka fyrir það. Það er kúnst að opna augun fyrir því í því ástandi sem yfir okkur hefur gengið á kórónuveirutímum en þegar sest er niður er þó oftast ótalmargt sem þakka má fyrir.
Aldur er bara tala þakkar fyrir jákvæð skilaboð frá lesendum, fyrir allt það góða fólk sem skoðar greinarnar okkar og fyrir fyrirspurnir um ráðgjöf sem okkur er bæði ljúft og skylt að svara. Aldur er bara tala þakkar einnig því frábæra fagfólki sem skrifar inn á síðuna, markmiðið er að hafa umfjöllun faglega í bland við léttara efni og hefur það mælst ágætlega fyrir.
Framundan er ár bjartsýni, jákvæðni og kærleika því hvað sem gerist, stjórnum við því sjálf hvernig við hugsum og tökumst á við það sem upp á kemur í lífinu.
Góðar stundir