Ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

eftir Ritstjórn

Roskið fólk er margbreytilegur hópur, bæði að aldri og ekki síst færni. Sumir þurfa aðstoð við að standa upp úr stól en aðrir stunda jafnvel langhlaup.
Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og hjálpar fólki að viðhalda getunni til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi.

Miklvægt er eldra fólk takmarki kyrrsetu og hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu.

Meginráðleggingin er að eldra fólk stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn.

Tengdar greinar