Þessir þrír síungu kappar hittust í ræktinni í morgun og sýna okkur að þú þarft ekki að vera tvítugur til að geta farið og tekið á því í líkamsræktarsalnum. Það er greinilegt að þeir félagar eru í hörku formi og þeim virðist heldur ekki leiðast iðjan því á myndinni brosa þeir allir sínu blíðasta. Þetta eru þeir Brynjar Nielsson 61 árs, Páll Magnússon 67 ára og Tómas Tómasson 72 ára sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið á alþingi. Má því vænta að umræðurnar þeirra á milli hafi verið ansi hressilegar meðan lóðum var lyft.
Ræktin er ekki bara fyrir unga fólkið. Aldur er bara tala !
131
Sólrún Erla Gunnarsdóttir
Sólrún er félagsráðgjafi með víðtæka þekkingu af öldrunarmálum bæði sem ráðgjafi og stjórnandi. Hún starfar í dag sjálfstætt að verkefnum er varða öldrunarmál og sem félagsráðgjafi hjá HSU en hefur einnig lagt stund á framhaldsnám í öldrunarfræðum. Hún á m.a að baki langa starfsreynslu sem deildarstjóri öldrunarmála hjá Vestmannaeyjabæ.