Segðu okkur frá hvernig lífið hefur tekið breytingum eftir 60 ára aldurinn !

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Aldur er bara tala vill endilega heyra í fólki eða fá ábendingar um fólk sem 60 ára og eldra og hefur breytt lífi sínu á einhvern máta persónulega eða atvinnulega séð. Fólk sem er að gera eitthvað nýtt sem það gerði ekki áður á einhvern máta.

Það er þekkt að þegar komið er yfir miðjan aldur fer fólk oft að endurskipuleggja líf sitt með tilliti til seinni helmingsins. Margir fara í eins konar sjálfsskoðun og ákveða að breyta einhverju í lífinu áður en þeim finnst þeir vera orðnir of gamlir til að gera breytingar.

Þetta geta verið breytingar á atvinnumarkaði, breytingar í félagsstarfi, breytingar á áhugamálum, þú ferð kannski að stunda íþróttina sem þú varst alltaf á leiðina að stunda. Sumir fara að klæða sig öðru vísi, hætta að lita á sér hárið eða raka af sér hárið. Aðrir breyta mataræðinu sínu eða flytja jafnvel erlendis eða á milli byggðarlaga á landinu. Einhverjir endurskipuleggja algjörlega hvernig þeir nýta tímann sinn. Hversu stórt eða smátt sem það virðist vera langar okkur að heyra frá þér eða fá ábendingar. Það gæti líka verið að þú sért 80 ára og hafir breytt lífi þínu fyrir mörgum árum og viljir deila því með okkur.

Hvað sem þú ert að gera eða hefur gert endilega deildu því með okkur á Aldur er bara tala eða bentu okkur á einhverja sem eru að gera eitthvað skemmtilegt eða hafa breytt um lífstíl eftir sextugt. Við höfum gaman af því að segja stuttar skemmtilegar fréttir og sögur af alls konar fólki alls staðar að á landinu.

Sendu tölvupóst á aldur@aldur.is með línu eða stuttri frásögn og við munum svo hafa samband við þig tilbaka við fyrsta tækifæri . Einnig má senda okkur skilaboð í gegnum fésbókarsíðu okkar https://www.facebook.com/aldurerbaratala

Tengdar greinar