„Hugmyndir um að einstaklingurinn velji sér eina leið út í lífið og haldi á fram á þeirri braut þar til yfir líkur hafa runnið sitt skeið“ – Nýtt fréttabréf Vöruhúss tækifæranna komið út

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Við vorum með umfjöllun um Vöruhús tækifæranna í nóvember s.l Nú er komið út fréttabréf Vöruhússins fyrir febrúar og birtum við hér hluta úr upphafsgreininni sem okkur fannst mjög áhugaverð þar sem hugtakið „svo lengir lærir sem lifir“ á vel við

Við erum almennt mjög ung, alltof ung eftir á að hyggja, þegar að við tökum stórar örlagaríkar ákvarðanir um framtíð okkar. Flest okkar eigum við drauma um lífið og hvernig við viljum að verja því. En lífið er ekki endilega alltaf bein lína og fyrirætlanir ganga stundum ekki upp vegna kringumstæðna sem við sáum ekki fyrir. Stundum getum við aðlagað plön okkar að breyttum veruleika en stundum verðum við að slá þau af og gera eitthvað allt annað. Gamlir draumar lifa svo gjarnan áfram í undirmeðvitund okkar eða við eignumst kannski nýja drauma á lífsleiðinni.

Samfélagið okkar hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Hugmyndir um að einstaklingurinn velji sér eina leið út í lífið og haldi áfram á þeirri braut þar til yfir lýkur hafa, sem betur fer, runnið sitt skeið. Menntun tilheyrir ekki lengur ákveðnu aldursskeiði heldur þykir nauðsynlegt að fólk mennti sig allt lífið. Stór tímamót urðu þegar MH opnaði öldungadeild árið 1972 sem veitti fólki tækifæri, sem fram að því hafði ekki átt möguleika á að ljúka stúdentsprófi. Þessa nýju leið til náms eftir tvítugt og leið til að komast í háskólanám nýttu sér fjölmargir og ekki síst konur.

Alla greinina og febrúarfréttabréf Vöruhús tækifæranna má nálgast HÉR

Tengdar greinar