Af hverju þurfa lífeyrisþegar að skila inn tekjuáætlun til TR ? Fyrirspurn

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Greiðslur frá Tryggingastofnun eru tekjutengdar og því er mikilvægt að skila inn tekjuáætlun. Tekjuáætlun er skilað inn og breytt á „Mínum síðum“ á www.tr.is

Ef tekjur breytast er mjög mikilvægt að breyta tekjuáætluninni til þess að greiðslur séu réttar. Þá eru greiðslur reiknaðar upp á nýtt. Eftir að tekjuáætlun hefur verið breytt er hægt að fá bráðabirgðaútreikning.

Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir, eru tekjutengdar greiðslur endurreiknaðar. Þannig er tryggt að greiðslur séu réttar.

Þú þarft rafræn skilríki eða íslykil til að komast inn á „Mínar síður“. Ef þú hefur hvorugt skaltu snúa þér í næsta umboð TR

Tengdar greinar